17.12.1980
Neðri deild: 34. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1628 í B-deild Alþingistíðinda. (1719)

156. mál, tímabundið vörugjald

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Við umr. í hv. deild, þegar þessi brtt. kom fram, lýsti ég yfir að ég er efnislega ákaflega hlynnt þeirri brtt., sem hér eru greidd atkv. um, og hef rætt það við samherja mína.

Eins og hv. frsm. fjh.- og viðskn. lýsti áðan taldi nefndin sig ekki geta afgreitt þetta mál að sinni. Ég mun standa með nefndinni þar. En ég vil taka það fram, að ég er enn áhugasöm um, að tollur verði felldur niður af hljómplötum, og tel að það séu möguleikar á að koma með till. þess efnis og mun sannarlega styðja við bakið á hv. flm. við slíka tillögugerð. En ég segi nei núna.