17.12.1980
Neðri deild: 35. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1636 í B-deild Alþingistíðinda. (1746)

153. mál, samningur um gagnkvæma aðstoð í tollamálum

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. til 1. um heimild fyrir ríkisstj. til að fullgilda fyrir íslands hönd samning milli Norðurlandanna í tollamálum.

Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um mál þetta og fékk til fundar við sig í morgun starfsmenn frá tolladeild fjmrn. og þeir útskýrðu þetta mál. Talið er æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að samningur þessi verði staðfestur með lögum með svipuðum hætti og samningur milli Norðurlandanna um gagnkvæma aðstoð í skattamálum. Þessi samvinna getur verið mjög þýðingarmikil varðandi ýmsa upplýsingaöflun og margvíslega meðferð mála. Mælir nefndin eindregið með því, að frv. verði samþykkt, en það hefur þegar hlotið afgreiðslu hv. Ed.