20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1862 í B-deild Alþingistíðinda. (2059)

1. mál, fjárlög 1981

Eggert Haukdal:

Herra forseti. Mér er það ljóst, að mikið skortir á að Byggðasjóður fái það fé á fjárlögum sem honum ber lögum samkv., og er það út af fyrir sig vítavert. Í viðræðum stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins við ríkisstj. hafa menn verið sammála um að verulegar leiðréttingar þyrftu að fást til þess að sjóðurinn gæti sinnt hlutverki sínu á næsta ári. í þessu sambandi hafa af stjórnarmönnum verið nefndar tölurnar 1–2 milljarðar. Nú liggur fyrir af hálfu ríkisstj. viðbótarstuðningur við sjóðinn að fjárhæð 1.5 milljarðar. Enda þótt næg verkefni væru fyrir meira fjármagn, eins og samþykkt þeirrar till. sem hér liggur fyrir mundi leiða af sér, treysti ég mér ekki að fylgja þeirri till. að fenginni þeirri lausn frá ríkisstj. sem fyrir liggur.

Við fjárlagagerð á hausti komanda verður hins vegar að tryggja betur hag Byggðasjóðs. Ég segi nei.