20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1865 í B-deild Alþingistíðinda. (2070)

1. mál, fjárlög 1981

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Í till. til þál. um eflingu tækniþekkingar á fiskrækt þar sem hv. þm. Guðrún Hallgrímsdóttir og hv. þm. Páll Pétursson eru meðal flm., segir m.a. í grg., með leyfi hæstv. forseta: „Hér á landi hefur fiskeldi nær eingöngu takmarkast við eldi á laxaseiðum til að sleppa í ár og til útflutnings. Síauknar laxveiðar nágrannaþjóða í sjó valda því, að nauðsynlegt er að huga einnig að öðrum kostum í fiskeldismálum.“ Hér er komist vel að orði. Ég segi já.