23.02.1981
Sameinað þing: 52. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2461 í B-deild Alþingistíðinda. (2621)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Tómas Árnason viðskrh.):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Hákonar Hákonarsonar, 2. varaþm. Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra, og ekkert fundið athugavert við kjörbréfið. Það liggja frammi bréf frá Ingvari Gíslasyni menntmrh. og hraðskeyti frá Níels Lund, sem er 1. varamaður Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra, um að hann geti ekki tekið sæti vegna anna. Kjörbréfanefnd hefur orðið sammála um að mæla með því að kjörbréfið verði samþykkt og kosningin tekin gild.