09.03.1981
Efri deild: 62. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2761 í B-deild Alþingistíðinda. (2876)

229. mál, greiðslutryggingarsjóður fiskafla

Guðmundur Karlsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessa umræðu, en vil taka undir það meginsjónarmið, að nauðsyn sé að tryggja staðgreiðslu afla.

Ég stóð hérna upp til þess að leiðrétta þá umsögn hv. flm., að bankakerfið hefði ekkert gert í þessum efnum, en það vinnulag hefur verið tekið upp í Vestmannaeyjum að Útvegsbankinn þar sér um greiðslu hráefnisins hálfsmánaðarlega að fullu. Ég held að í þessu tilviki verði varla annað sagt en að það verði að skoðast sem staðgreiðsla. Þá skiptir ekki máli hvort bátar eru samningsbundnir eða koma til löndunar annars staðar frá.