30.03.1981
Neðri deild: 67. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3161 í B-deild Alþingistíðinda. (3291)

193. mál, viðnám gegn verðbólgu

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Hér er um að ræða lagagrein sem felur það í sér að laun verða skert um 7%. Ítrekað hefur verið kallað eftir því héðan úr ræðustól, að meðal annarra hv. þm. Guðmundur J. Guðmundsson gerði grein fyrir atkvæði sínu, hvernig það hefur fallið og hvers vegna, í og með vegna ummæla sem áður höfðu fallið. Ég vil vekja athygli á því, að því hefur verið svarað með þögninni einni. Ég segi nei.