01.04.1981
Neðri deild: 69. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3275 í B-deild Alþingistíðinda. (3394)

183. mál, kirkjubyggingasjóður

Frsm. (Ingólfur Guðnason):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. menntmn. á þskj. 540 um frv. til laga um kirkjubyggingasjóð. Nefndin hefur fjallað um málið á fundi 17. mars s. l. og fékk til viðræðna Baldur Möller ráðuneytisstjóra. Nefndin mælir með samþykkt frv., en í samræmi við gjaldmiðilsbreytinguna, sem orðið hefur síðan frv. var lagt fram, gerir nefndin till. um breytingar á tölum, sem í frv. felast, svo og gerir hún till. um breyttan gildistíma.

Undir nál. hafa skrifað allir nefndarmenn. Breytingarnar eru í því fólgnar, að í 2. gr. komi í stað 60 millj. kr. 600 þús. kr., í 5. gr. komi í stað 20 þús. kr. 200 kr. og í stað 100 þús. kr. komi 1000 kr. og í 9. gr. í stað „Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1981“ komi: Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta nál., nema um gildistíma mætti kannske geta þess, að það er talað um að lög þessi öðlist þegar gildi. Ýmsum hefði kannske þótt eðlilegra að þau öðluðust gildi l. jan. 1982, en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem verðuppfærsla felst í frv. væri rétt að gildistaka hæfist við samþykkt laganna, en ekki 1. jan. 1982.