08.04.1981
Efri deild: 74. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3546 í B-deild Alþingistíðinda. (3571)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Hér er fjallað um hið þarfasta mál og vil ég í því sambandi minna á að um síðustu helgi gerði Framsfl. samþykkt þar sem segir:

„Aðskilnaður hers og þjóðar meðan erlendur her er í landinu er grundvallaratriði í stefnu framsóknarmanna, og bygging nýrrar flugstöðvar er forsenda þeirrar stefnu. Ný flugstöð er auk þess skilyrði bættrar ferðamannaþjónustu og núverandi aðstaða er ósamboðin þjóðlegum metnaði. Aðalfundur miðstjórnar 1981 lýsir því eindregnum stuðningi við byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli.“

Herra forseti. Ég geri þennan rökstuðning að mínum og segi já.