15.05.1981
Neðri deild: 95. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4493 í B-deild Alþingistíðinda. (4543)

290. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Herra forseti. Í trausti þess, að samþykkt þessarar brtt. við 59. gr. gildandi skattalaga, tryggi þær endurbætur í réttlætisátt sem að var stefnt með setningu laganna upphaflega, en brengluðust í stórgallaðri framkvæmd, með því einnig að niðurfelling 59. gr. mundi hlutaðeigandi skattgreiðendum í óhag að því er varðar 10% launafrádrátt og loks með áskorun til hæstv. fjmrh. um að samræmd verði svo við verði unað framkvæmd skattalaga í hinum ýmsu skattumdæmum landsins, þ. e. að skattstjórar landsins verði ekki alveg eins lausbeislaðir og þeir hafa verið hingað til, — með svofelldri aths. greiði ég þessari brtt. atkv. og segi já.