20.05.1981
Neðri deild: 101. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4722 í B-deild Alþingistíðinda. (4932)

288. mál, Landakaupasjóður kaupstaða og kauptúna

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Landakaupasjóður mun vera mjög gamall að árum. Ég hygg að það hafi ekki hent að fyrir fé hans hafi verið verslað með landa, hvort heldur er í Garðabæ eða annars staðar. Síðan taka menn upp á því, sem í útgerð standa, að fara í bátkaup og skipkaup o. s. frv. (Gripið fram í.) Svo á ekki skrifari að eiga orðastað við forseta.