23.05.1981
Neðri deild: 109. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4991 í B-deild Alþingistíðinda. (5334)

314. mál, stálbræðsla

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vil nú taka undir það með kollega mínum, skrifara Ólafi Þ. Þórðarsyni, að það gæti komið til álita að Reykvíkingar hættu togararekstri, sérstaklega ef forstjórarnir fylgdu með.