19.11.1980
Neðri deild: 20. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (661)

85. mál, þingfararkaup alþingismanna

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Eins og hv. frsm. fjh.og viðskn. tók fram er hv. 1. þm. Reykn. veikur, en taldi þrátt fyrir það rétt að skila nál. til þess að það kæmi fram að ekki væru allir þm. samþykkir þessari meðferð málsins. Hann skilaði svofelldu nál., með leyfi forseta:

„Það er skoðun mín, að Alþingi eigi að ákvarða um þau mál, sem hér um ræðir, hér eftir sem hingað til.“ Ég kvaddi mér hljóðs vegna þess að ég er sammála hv.

1. þm. Reykn. Ég tel að það sé ekki til þess að auka veg Alþingis að flytja þetta hefðbundna vald úr sölum Alþingis í hendur annarra aðila. Ég álít að Alþ. hefði ekki átt að láta undan þeim þrýstingi sem hefur komið frá rauðvínspressunni í sambandi við þetta mál, en halda áfram að afgreiða það hér eftir sem hingað til.