20.11.1980
Sameinað þing: 22. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 801 í B-deild Alþingistíðinda. (675)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Jón Helgason):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 18. nóv. 1980.

Magnús H. Magnússon, S. þm. Suðurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþfl. í Suðurlandskjördæmi, Ágúst Einarsson útgerðarmaður, taki sæti á Atþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Hér með fylgir kjörbréf Ágústs Einarssonar og vil ég biðja kjörbréfanefnd að taka það til athugunar. Verður gefið fundarhlé á meðan. — [Fundarhlé.]