21.10.1980
Sameinað þing: 5. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 80 í B-deild Alþingistíðinda. (76)

340. mál, fæðispeningar sjómanna

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég vil fyrst upplýsa það, að ég held að það megi treysta því, að samráð hafi verið haft við forustumenn sjómanna. Ég hef óskað eftir því við formann Aflatryggingasjóðs og ég hef ekki þekkt hann að öðru en standa við slíkt, enda segir hann það beinlínis í grg. sinni og ég sé ekki ástæðu til að vefengja það. En það, sem ég las, var jafnframt hans eða þeirra tillögur um að þetta tæki gildi 1. des. En að sjálfsögðu verður við það staðið sem lofað hefur verið í þessum efnum.