08.12.1981
Sameinað þing: 31. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1278 í B-deild Alþingistíðinda. (1044)

348. mál, lántökur ríkissjóðs og ríkisstofnana

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar, að nota beri það fé, sem innheimt er í þessu skyni, til þess að jafna upphitunarkostnaðinn í landinu. Það liggur hins vegar ljóst fyrir, að til þess að það sé hægt, svo að viðunandi sé, verður að gripa inn í gjaldskrárkerfi Landsvirkjunar og ætla henni að selja orku til rafmagnsupphitunar á lægra verði en gert er í dag. Það mál hlýtur að koma hér til umfjöllunar í sölum þingsins, m. a. í tengslum við hugmyndir manna um ódýra raforku til iðjuvera. Það fær ekki staðist, að hinn almenni borgari eigi að búa við þann mikla orkuverðsmun sem er í dag á raforku til upphitunar íbúðarhúsnæðis og þeirri raforku sem seld er til stórra iðnaðaraðila í landinu.