09.12.1981
Efri deild: 19. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1360 í B-deild Alþingistíðinda. (1113)

134. mál, Flutningsráð ríkisstofnana

Forseti (Helgi Seljan):

Ég er nú í nokkrum vanda. Ég hef ekki hér menn til þess að setjast í minn stól nú, þeir eru báðir á áríðandi fundi, en hefði gjarnan viljað koma inn í þessar umr. Ég mun þó freista þess að halda þeim nokkuð áfram, en tel mér ekki annað fært en segja hér nokkur orð a. m. k. áður en umr. lýkur. (Utanrrh.: Má ekki tala úr forsetastól?) Nei. Ég kann heldur ekki við það. Þó að þetta sé vinsamleg og ágæt till. frá hæstv. utanrrh., þá hygg ég að annar stóll sé til þess bærari að flytja þau orð sem ég mun flytja í sambandi við þetta mál.

Þrír hv. þm. hafa kvatt sér hljóðs. Eins og ég tók fram áðan er ætlunin að setja nýjan fund hér á eftir, en hann verður mjög stuttur, þannig að ég mun freista þess að þeir fái allir rætt um þetta mál nú.