15.12.1981
Neðri deild: 24. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1593 í B-deild Alþingistíðinda. (1316)

136. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Magnús H. Magnússon:

Herra forseti. Þar sem ég á sæti í iðnn. þessarar hv. deildar mun ég ekki fara nákvæmlega út í þetta frv. nú. Ég vil þó strax lýsa því yfir, að ég er mjög sammála því jöfnunarsjónarmiði sem frv. gerir ráð fyrir. Ég tel hins vegar ekki rétt að beita prósentureglunni eins og þar er gert og eins og gert hefur verið með því móti greiða þeir hæst verðjöfnunargjald sem hæst raforkuverð þurfa að greiða í upphafi. Ég tel það ekki rétt. Ég tel að verðjöfnunargjaldið eigi að leggja sem ákveðið gjald á hverja selda orkueiningu, mismunandi eftir notkun að sjálfsögðu, en ekki eins og nú hefur verið gert, ekki hafa það þannig að þeir borgi mest sem þurfa að greiða hæst raforkugjald.

Ég endurtek það, að verðjöfnunarsjónarmiði frv. og höfuðefni þess er ég sammála.