19.12.1981
Sameinað þing: 39. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1897 í B-deild Alþingistíðinda. (1626)

165. mál, frestun á fundum Alþingis

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Miðað við þær ábendingar, sem komið hafa fram frá formanni Sjálfstfl. og formanni Alþfl., er athyglisvert að sjá hvaða þm. það eru sem vilja veita hæstv. ríkisstj. atbeina til að fresta fundum Alþingis án þess að fyrir liggi af hálfu ríkisstj. hvort hún hyggist endurtaka þann leik sem hún lék fyrir þingfrestun um s. l. áramót. Ég vek athygli á því, að ef menn greiða atkv. hér og nú í nafnakalli á þann veg, að lítill líkindi séu á að hæstv. ríkisstj. hafi stuðning þingliðs síns til að beita svipuðum vinnubrögðum og hæstv. ríkisstj. beitti síðast, hlýtur hæstv. forsrh. að gera sér ljóst hvað slík niðurstaða merkir. Ég segi nei.