20.01.1982
Neðri deild: 32. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1907 í B-deild Alþingistíðinda. (1643)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 20. janúar 1982.

Samkv. beiðni Péturs Sigurðssonar, 1. landsk. þm. sem vegna utanfarar í opinberum erindum mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér samkv. 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður landskjörinna þingmanna Sjálfstfl., Sigurlaug Bjarnadóttir kennari, Reykjavík, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Ólafur G. Einarsson,

formaður þingflokks sjálfstæðismanna.“

Sigurlaug Bjarnadóttir hefur áður átt sæti á þessu þingi og þarfnast kjörbréf hennar því ekki rannsóknar. Býð ég hana velkomna til starfa.

Þá hefur mér enn fremur borist svo hljóðandi bréf: „Reykjavík, 20. janúar 1982. Samkv. beiðni Guðmundar J. Guðmundssonar, 7. þm. Reykv., sem vegna veikinda mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér samkv. 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Reykjavík, Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur taki sæti á Alþingi í forföllum hans.

Ólafur Ragnar Grímsson,

formaður þingflokks Alþb.“

Guðrún Hallgrímsdóttir hefur áður átt sæti á þessu þingi og býð ég hana velkomna til starfa.