17.02.1982
Efri deild: 44. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2489 í B-deild Alþingistíðinda. (2128)

163. mál, tollskrá

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur haft til umfjöllunar þetta frv. sem fjallar um tollskrá með síðari breytingum, þ.e. frv. fjallar um 37. tölulið 3. gr. tollskrárlaganna. Meginbreytingin, sem lögð var til samkv. frv., var í fyrsta lagi að við bættist ný mgr. þess efnis, að niðurfelling gjalda næði jafnframt til heyrnarskertra. Það er meginbreytingin sem frv. felur í sér.

Fjh.- og viðskn. gerir það að till. sinni eftir umfjöllun um frv. að töluliðurinn verði ein málsgrein. Efnislega eru ekki lagðar til miklar breytingar. Þó er sú breyting fólgin í því, að það er gert ráð fyrir endurgreiðslu jafnframt niðurfellingu gjalda. Einnig leggur nefndin til að upptalning tæk ja sé með sama hætti og upphaflega er í 37. lið 3. gr. tollskrárlaganna. Ég vil leyfa mér að lesa brtt. eins og hún liggur hér fyrir:

„37. tölul. 3. gr. laganna orðist svo:

Að fella niður eða endurgreiða gjöld af segulbandstækjum og segulböndum fyrir sjónskert fólk, svo og af stöfum, úrum og öðrum öryggis- og hjálpartækjum sem sérstaklega eru gerð með tilliti til þarfa sjón- og/eða heyrnarskertra. Fjmrh. setur nánari reglur um framkvæmd heimildarákvæðis þessa í samráði við augndeild Landakotsspítala og Tryggingastofnun ríkisins, sé um tæki fyrir sjónskerta að ræða. og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, sé um tæki fyrir heyrnarskerta að ræða.“

Fjh.- og viðskn. leggur til að með þessari brtt. verði frv. samþykkt.