24.02.1982
Neðri deild: 46. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2655 í B-deild Alþingistíðinda. (2283)

205. mál, tekjuöflun vegna ráðstafana í efnahagsmálum

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég þarf ekki að bera af mér sakir því ég hef ekki talað nema einu sinni áður við þessa umr.

Ég var búinn að svara því, sem hv. þm. Karvel Pálmason spurði mig um í fyrri ræðu minni, og vísa til þess sem ég sagði þá, þegar ég skýrði frá gangi málsins í þingflokknum. Ég get aðeins upplýst það til viðbótar, að á þingflokksfundi í gær kl. eitt var gengið með formlegum hætti frá málinu. Við samþykktum það orðalag sem á frv. er og samþykkt var hér við 2. umr. málsins með þeim breytingum sem minni hl. fjh.- og viðskn. lagði til.