26.02.1982
Efri deild: 50. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2705 í B-deild Alþingistíðinda. (2332)

214. mál, framhaldsskólar

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Ég vil láta það koma fram vegna þeirra tveggja ræðna, sem hér voru haldnar síðast, að í samráði við hæstv. menntmrh. hef ég ákveðið sem formaður menntmn. þessarar deildar að þetta mál fái mjög ítarlega og vandaða meðferð í nefndinni. Við munum tryggja að leitað verði álits þeirra aðila sem málið snertir, og ýmsir þeirra hafa þegar haft samband við mig vegna þess. Þótt málið komi til umr. hér í deildinni á þeim tíma sem þm. hafa tekið eftir, þá ber ekki að skilja það svo, að frv. eigi ekki að fá vandlega skoðun hér í þinginu. Þvert á móti er það ætlun mín í samvinnu við hæstv. ráðh., að menntmn. gefi sér góðan tíma til þess að afla ítarlegra gagna og upplýsinga um þetta frv. — Ég vildi láta þetta koma hér fram.