10.03.1982
Efri deild: 53. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2946 í B-deild Alþingistíðinda. (2493)

231. mál, umferðarlög

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir á þskj. 421, felur í sér þá breytingu á umferðarlögum að eigin áhætta, sjálfsábyrgð þess sem fébótaábyrgð ber á tjóni af völdum skráningarskylds vélknúins ökutækis, verði ákveðin af dómsmrh. að fengnum tillögum frá tryggingaeftirlitinu. Fjárhæð þessi er nú fastákveðin í lögum 360 kr. og hefur verið frá því á árinu 1980. Fjárhæð þessi hefur nú minnkað að verðgildi og hefur þannig ekki sömu áhrif til varnar umferðarslysum eða til lækkunar á iðgjöldum og áður. Því er brýnt að heimild fáist til að hækka þessa fjárhæð. Er lagt til að dómsmrh. verði veitt heimild til að ákveða fjárhæð eigin áhættunnar að fengnum tillögum tryggingaeftirlitsins:

Herra forseti. Ég tel eigi ástæðu til að viðhafa fleiri orð um frv. þetta á þessu stigi og legg til að því verði vísað-til 2. umr. og hv. allshn.