16.03.1982
Sameinað þing: 65. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3100 í B-deild Alþingistíðinda. (2642)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Jón Helgason):

Ég vil leiðrétta misskilning sem kom fram í máli hv. 1. þm. Reykn. í upphafi hans máls um ástæður fyrir tímasetningu umr.

Hv. 3. þm. Vestf„ formaður þingflokks Alþfl„ kom að máli við mig í gær og óskaði eftir að fá að ræða utan dagskrár hér á Alþingi í dag um fyrirspurn til forsrh. Þá var búið að ákveða venjulega dagskrá á tveim fundum sameinaðs Alþingis. Á fyrri fundi voru 18 fsp, sem bornar höfðu verið fram á þinglegan hátt. Ég hef reynt að láta þær ekki víkja fyrir óformlegum umr. utan dagskrár og sagði því hv. 3. þm. Vestf. strax að ég mundi reyna að verða við ósk hans í upphafi síðari fundar.

Það hefur komið fram eðlilegur áhugi hjá hv. alþm. á að fá svarað prentuðum fsp. Ég taldi að nokkur tími mundi fara í það í dag, þannig að ef ætti að ákveða einhvern tíma, sem hægt væri að láta umr. fara fram á, yrði það vart fyrr en kl. 5. Á þeirri forsendu ákvað ég að þessar utandagskrárumr. hæfust kl. 5 í dag. Hins vegar kom fram mikill þrýstingur, eins og ég gat um á fyrri fundi, að þær hæfust fyrr, og ekki stóð á forsrh. að svara þá strax. En af þeirri ástæðu, sem ég nefndi áður, gerði ég hlé á þessum umr. til að koma að í upphafi þessa fundar formlegri afgreiðslu á öðrum málum.