15.04.1982
Sameinað þing: 76. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3801 í B-deild Alþingistíðinda. (3277)

151. mál, landgræðslu- og landverndaráætlun 1982--86

Frsm. (Þórarinn Sigurjónsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá fjvn. um till. til þál. um landgræðslu- og landverndaráætlun fyrir árin 1982–1986 sem er á þskj. 546.

Þessi landgræðslu- og landverndaráætlun er framhald af þeirri landgræðsluáætlun frá 1974 sem þá var samþykkt. Með þeirri áætlun náðist verulegur árangur. auk mikillar reynstu sem mun undirbyggja starfið á komandi árum.

Nú hefur verið samin ný áætlun um landgræðslu- og landvernd sem allir þingflokkar hafa tekið þátt í að undirbúa og móta. Mun ég því ekki hafa hér mörg orð um. Hún er unnin af nefnd sem þingflokkarnir tilnefndu fulltrúa í, og landbrh. skipaði formann nefndarinnar, ráðuneytisstjórann í landbrn., eins og fram kemur á þskj. 184.

Í þáltill. er gert ráð fyrir, eins og áður, að gróðureyðing í landinu verði stöðvuð og að gróðuraukning verið ríkiandi til aukinnar hagsældar fyrir land og þjóð.

Fjvn. hefur fjallað um málið og voru allir nm. sammála um að leggja til að þessi þáltill. um landgræðslu- og landverndaráætlun verði samþykkt óbreytt.