19.04.1982
Neðri deild: 66. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3950 í B-deild Alþingistíðinda. (3455)

216. mál, ábúðarlög

Steinþór Gestsson:

Herra forseti. Vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í þessu máli, þykir mér rétt að gera grein fyrir afstöðu minni og hv. þm. Péturs Sigurðssonar til málsins.

Það kom fram í máli formanns landbn., að þetta frv. væri samkomulagsmál og því teldi hann ekki rétt að hvarfla frá því sem þar hefði verið gert. Það er rétt, sem kom fram í máli hans, að slíkt bar grg. frv. ekki með sér. Sú brtt., sem meiri hl. n. hafði flutt við frv., gekk hvergi gegn því samkomulagi sem virðist hafa verið gert, heldur færði það aðeins út yfir víðara svið. Með ákveðnu tilliti til þess höfum við hv. þm. Pétur Sigurðsson ákveðið að taka upp þá till. sem við höfðum orðið sammála um að gera í landbn. og prentuð er á þskj. 527, en landbn. í heild hefur nú dregið til baka.