19.04.1982
Neðri deild: 66. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3956 í B-deild Alþingistíðinda. (3465)

216. mál, ábúðarlög

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Í frv. er talað um að jörð sé vel fallin til útilífsafnota og í jarðalagafrv. er talað um almenn útilífsafnot. Mér virðist augljóst, að í stað orðsins „útilífsafnot“ komi: útivist og í stað „almennra útilífsnota“ komi: almennrar útivistar, og hef raunar löngun til að líta svo á, að þessar breytingar séu samþykktar ef enginn hreyfir andmælum. (Gripið fram í: Það var samkv. samningum.) Þetta er ekki merkingarmunur, alls enginn. Ég skoða þetta samþykkt ef enginn hreyfir athugasemdum.