20.04.1982
Sameinað þing: 77. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3971 í B-deild Alþingistíðinda. (3499)

Umræður utan dagskrár

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. prúðmannleg svör við minni fsp. Ég er honum að sjálfsögðu þakklátur fyrir að hann skuli ætla að tala við starfsmenn sína og láta verða af því að svara þessari fsp., sem um hefur verið rætt. Þess ber að geta, að upplýsingar er ekki að finna um sérfræðinga í þeirri bók sem hæstv. ráðh. veifaði hér á fundinum og er gefin út af hagsýslunni. Um þetta mál er ekkert frekar að segja. Það hefur komið fram sem ég vildi láta koma fram í þessum umr. um þingsköp Alþingis, og ég vænti þess, að þessar umr. hafi orðið hæstv. ráðh. nægileg áminning í þessu máli.