20.04.1982
Sameinað þing: 78. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3987 í B-deild Alþingistíðinda. (3531)

71. mál, kornrækt

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Atvmn. hefur fjallað um till. til þál. um kornrækt. Það, sem fyrst og fremst gerir slíka till. aðgengilegri nú en oft áður, er að hægt er að verka kornið eða réttara sagt þennan jarðargróður áður en um fullkomlega þroskað korn er að ræða og skila því þannig sem mjög góðu fóðri. Þess vegna hefur áhættan af kornrækt sem skepnufóðri fallið mjög mikið. Atvmn. varð sammála um að mæla með samþykkt þessarar þáltill. eins og hún er orðuð.