24.04.1982
Neðri deild: 70. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4152 í B-deild Alþingistíðinda. (3751)

3. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Hér er um stjfrv. að tefla. Það vekur athygli mína að þeir fjórir ráðherrar, sem þegar hafa greitt atkv., hæstv. ráðherrar Ragnar Arnalds, Steingrímur Hermannsson, Svavar Gestsson og Friðjón Þórðarson, hafa nú greitt atkv. gegn ákvæði eins og það er í stjfrv. Við fjórmenningarnir lögðum til að yrði fylgt frv.- gerð hæstv. menntmrh. og ríkisstj. og munum við auðvitað standa við það, og ég segi já.