10.10.1981
Sameinað þing: 1. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í B-deild Alþingistíðinda. (4)

Varamaður tekur þingsæti

Aldursforseti (Gunnar Thoroddsen forsrh.):

Til skrifarastarfa vil ég kveðja hv. 10. þm. Reykv., Friðrik Sophusson, og hv. 5. þm, Reykn., Jóhann Einvarðsson.

Eftirfarandi bréf hefur borist:

„Mér hefur tjáð Halldór Ásgrímsson alþm., að hann þurfi að dveljast erlendis næstu tvær vikur í opinberum erindagerðum og geti af þeim sökum ekki sinnt þingstörfum. Jafnframt tjáði hann mér að hann óskaði eftir í samræmi við 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að Guðmundur Gíslason kaupfélagsstjóri, 1. varamaður Framsfl. í Austurlandskjördæmi, tæki sæti á Alþingi í fjarveru sinni.

Þetta tilkynnist yður hér með, herra forseti.

Kristján Benediktsson,

starfsmaður þingflokks framsóknarmanna.“

Guðmundur Gíslason hefur tekið sæti varaþingmanns á Alþingi fyrr á þessu kjörtímabili. Kjörbréf hans hefur verið samþykkt og býð ég hann velkominn.