07.05.1982
Neðri deild: 88. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4896 í B-deild Alþingistíðinda. (4667)

Umræður utan dagskrár

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Ég þakka þetta tækifæri sem ég fæ til þess að koma hér á framfæri máli sem ég hef áhuga á nú í öllum þessum önnum. En þannig er mál með vexti að hinn 22. mars s. l. lagði ég ásamt öðrum hv. þm. Alþfl. fram beiðni um skýrslu frá hæstv. fjmrh. um mat á eignum Iscargo hf. sem Arnarflug hafði þá nýverið fest kaup á. Í beiðninni segir:

„Með vísan til 31. gr. laga um þingsköp Alþingis óskum við undirritaðir alþm. eftir því, að fjmrh. flytji Alþingi skýrslu um mat á eignum Iscargo hf. sem Arnarflug hf. hefur fest kaup á.“

Nú er svo liðið á þingtímann að ég vildi gjarnan fá svör hæstv. fjmrh. við því, hvað hefur verið gert af hálfu hins háa rn. til þess að afla þeirra upplýsinga sem hér er óskað eftir í skýrsluformi, hvernig það mál hefur gengið og þróast og hvort þingið eigi yfirleitt von á að fá þá skýrslu sem hér hefur verið beðið um.