07.05.1982
Neðri deild: 88. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4899 í B-deild Alþingistíðinda. (4670)

90. mál, Hæstiréttur Íslands

Ólafur Þ. Þórðarson [frh.]:

Herra forseti. Það hefur verið tafsamt, eins og fram hefur komið, að gera grein fyrir þessu máli. Ég vænti þess aftur á móti, að í þeim hléum hafi þeir þm., sem einhverju láta sig það skipta hvernig að lögum um Hæstarétt er staðið, gefist tími til að athuga málið, og vænti þess jafnframt, að hafi þm. ekki kynnt sér það mál geri þeir það ekki í fljótræði að greiða atkv. með því frv. til l. sem hér er til umr.

Í fyrsta lagi vil ég að það komi skýrt fram, að það er um sögulega stefnubreytingu að ræða ef þetta frv. verður að lögum. Það felur í sér skiptan Hæstarétt. Í annan stað leysir það á engan hátt til frambúðar vandamál Hæstaréttar. Í þriðja lagi tefur samþykkt þessa frv. fyrir þeim réttarbótum sem fengjust, ef lögrétta yrði upp tekin og yrði lokadómstig fyrir smærri mál, en fyrra dómstig fyrir stærri mál, eins og gert var ráð fyrir.

Herra forseti. Ég tel ástæðulaust að lengja mál mitt að sinni og hef lokið máli mínu.