07.05.1982
Efri deild: 93. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4923 í B-deild Alþingistíðinda. (4721)

215. mál, skattskylda innlánsstofnana

Frsm. minni hl. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Þegar þetta frv. um skattskyldu innlánsstofnana var hér til umr. lögðum við fulltrúar stjórnarandstöðunnar fram nál. þar sem var rækilega rökstutt að frv. þetta væri með mörgum ágöllum, það væri algerlega ófullburða, auk þess sem ekki hefðu fengist nein svör um það, hvort gert væri ráð fyrir að umræddur skattur yrði borinn af bönkunum þannig að eiginfjárstaða þeirra mundi rýrna eða útlánsvextir hækka eða innlánsvextir lækka. Engin svör fengust við þeim spurningum. Frv. þetta er með sömu ágöllum þrátt fyrir ítarlega meðferð Nd. Við erum mótfallnir slíkum vinnubrögðum og munum greiða atkv. á móti frv.