26.10.1982
Sameinað þing: 8. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í B-deild Alþingistíðinda. (118)

12. mál, veiðar í erlendri fiskveiðilandhelgi

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég treysti mér ekki til að ræða hér allt það sem sagt hefur verið um þá spurningu sem ég varpaði hér fram í mesta sakleysi á sínum tíma. En ég vil leiðrétta þann misskilning að það sé frá mér komið að þetta leiði til atvinnuleysis. Það kom fram hjá hv. J. þm. Reykv. En hann hafði aftur á móti ekki stórar áhyggjur af því, það var annað mál. Og hann var líka með hrein svör við því hvar skipin væru sem ættu að fara úr landi. En það er ekki skrýtið þó að hv. 5. þm. Vesturl. sé kominn á þurrt land í þessum efnum og telji ekki óhætt að fara út í fiskihafnirnar til að benda á hvaða skip það séu sem eiga að fara úr landi.