18.01.1983
Efri deild: 28. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1356 í B-deild Alþingistíðinda. (1183)

85. mál, efnahagsaðgerðir

Frsm. meiri hl. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson er það kunnugur þeim starfsháttum sem ég hef reynt að tíðka sem formaður í fjh.- og viðskn. þessarar hv. deildar, að komi fram veigamikil brtt. frá ríkisstj. við þetta frv., þá mun ég að sjálfsögðu fjalla um þá brtt. í n. Ég hef ekki séð neina slíka brtt. Ég hef heyrt einhvern orðróm um það að sjútvrh. hafi lýst einhverju slíku yfir. Hún hefur ekki birst hér sem þskj., en ef það kynni að gerast, þá hljótum við að fjalla um það. Svo er fyrir að þakka að lög um þingsköp eru þannig, að það er ekki hægt að breyta þessu frv. nema um það sé fjallað hér í þessari hv. deild.