14.02.1983
Neðri deild: 38. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1910 í B-deild Alþingistíðinda. (1646)

97. mál, þjóðsöngur Íslendinga

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Frv. var lagt fyrir Alþingi fyrir nokkru um þjóðsöng Íslendinga. Það var samið og undirbúið í forsrn., hefur fengið góða afgreiðslu í hv. Ed. og var afgreitt þaðan fyrir fáum dögum með nokkurri breytingu við eina grein frv. sem ég taldi vera til bóta. Ég tel nauðsynlegt að sett séu lög um verndun þjóðsöngsins að sínu leyti eins og til eru frá lýðveldisárinu lög um verndun þjóðfána Íslendinga.

Ég legg til að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.