14.02.1983
Neðri deild: 38. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1942 í B-deild Alþingistíðinda. (1690)

85. mál, efnahagsaðgerðir

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Vegna þeirra ódrengilegu vinnubragða og freklegu árásar á kjör launafólks í landinu, sem hæstv. forsrh. hefur í dag viðhaft þrátt fyrir mótmæli þingflokks Alþb., vil ég upplýsa hv. Nd. um að allt samstarf við núv. ríkisstj. er mér óviðkomandi héðan í frá.

Ég vil hins vegar taka það fram, að ég stend við það sem ég hef áður sagt. Ég tel óráð og óvit að fella þau brbl. sem hér liggja fyrir og mun því standa við fyrri orð mín, og segi já.