02.03.1983
Neðri deild: 48. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2445 í B-deild Alþingistíðinda. (2219)

Um þingsköp

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég vil gera athugasemdir við það, hvernig forseti fer í dagskrána. Hér hafa verið tekin fyrir mál, sem eru nr. 211 og 208 og hafa þau fengið forgangshraða bæði í gegnum deildina og hv. fjh.- og viðskn. Hér er einnig á dagskrá deildarinnar mál sem er nr. 14 og er komið hér til 2. umr. Ég vil spyrja hæstv. forseta hvort hann ætli að leiða hjá sér það mál sem er með lægsta númeri á dagskránni og er komið til 2. umr. og hefur verið hér á dagskrá til 2. umr. í nokkra daga. (Forseti: Ekki aldeilis. Þetta mun koma fyrir næstnæst.)