04.03.1983
Efri deild: 57. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2559 í B-deild Alþingistíðinda. (2407)

Um þingsköp

Forseti (Helgi Seljan):

Ég tek það fram að ég vil ekki taka þetta dagskrármál fyrir ef aths. eru við það gerðar. Það er óeðlilegt að ráðh. mæli ekki fyrir sínu máli hér. Ég samdi um það varðandi eitt gamalkunnugt mál í hv. þd., almannatryggingar eða sjúkratryggingagjaldið, fyrr í dag. Ég þarf að láta athuga hvort hæstv. ráðh. er í húsinu. Ef svo er ekki verður þetta mál ekki tekið fyrir nema hann birtist. Það er ástæðulaust að doka þar við.