08.03.1983
Neðri deild: 54. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2667 í B-deild Alþingistíðinda. (2503)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. M. a. með vísan til þess, að í till. flm. sem hér liggja fyrir, till. formanna stjórnmálaflokkanna, var upphaflega ráð fyrir því gert, að ákvæði um úthlutun þingsæta yrðu í kosningalögum, þá eru það viðbótarrök fyrir þeirri till. sem hér liggur fyrir um að núverandi misvægi atkvæðisréttar verði ekki bundið með varanlegum hætti í stjórnarskrá. Þess vegna segi ég já.