08.03.1983
Neðri deild: 55. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2692 í B-deild Alþingistíðinda. (2551)

Um þingsköp

Ingólfur Guðnason:

Herra forseti. Ég tek undir ræðu síðasta alþm. sem hér talaði. Hér er til umr. frv. um breyt. á stjórnarskránni og ef að líkum lætur er þetta þriðji kvöldfundurinn sem haldinn er um þetta mál. Klukkan var að verða 12 í gærkvöld þegar fundi lauk. Ýmsir menn mættu á fund kl. 9 í morgun og sumir kl. 8. Ég vil beina því til forseta, hvað vinnulöggjöfin segir um þetta, hvort það er að hans mati að alþm. fái eðlilega hvíld. Ég beini því eindregið einnig til hans að athuga hvort er eðlilegt að sama dagskrármálið sé ævinlega á kvöldfundum og menn verði að sitja hér kvöld eftir kvöld fram undir miðnætti eða fram yfir miðnætti eins og gerst hefur. Og með tilvísun til þess merka manns og öldnu kempu, Lúðvíks Jósepssonar, sem neitaði þessu gjarnan, þá fer ég fram á að það verði ekki kvöldfundur í kvöld.