17.11.1982
Efri deild: 10. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 638 í B-deild Alþingistíðinda. (423)

76. mál, tollskrá

Flm. (Egill Jónsson):

Herra forseti. Ég á ekki annað erindi hingað upp í þennan virðulega ræðustól en þakka þær undirtektir sem þetta mál hefur hér fengið, sem ég met ákaflega mikils, og þann stuðning og fyrirheit sem menn hafa hér gefið um, að um málið verði fjallað í fyllstu alvöru í fjh.- og viðskn.

Ég held að ég segi ykkur það, sem flaug í huga minn áðan, þegar ég hlýddi á þessa þrjá íslensku bændur, sem gengu hver á eftir öðrum upp í ræðustólinn, að kannske mundi þessu Alþingi ekki ljúka svo að menn gætu ekki sameinast um að koma einhverju gagnlegu máli í framkvæmd fyrir íslenskan landbúnað.