28.11.1983
Efri deild: 22. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1192 í B-deild Alþingistíðinda. (1052)

88. mál, starfsmannaráðningar ríkisins

Árni Gunnarsson:

Virðulegi forseti. Ég ætla nú ekki að gera þetta að neinu ágreiningsmáli við hæstv. landbrh., en ég get ekki séð að spurningin hafi komist til skila enn þá. Hún er einfaldlega þessi: Ef bændur eru atvinnurekendur finnst þá hæstv. ráðh. rétt að ríkissjóður greiði, til þess að atvinnurekendur geti farið í hvort sem kallað er veikindafrí eða eitthvert annað frí, fjármuni beint úr ríkissjóði? Þetta er spurningin sem ég lagði fyrir hæstv. landbrh. Svo einföld var hún.