16.12.1983
Neðri deild: 28. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1924 í B-deild Alþingistíðinda. (1650)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Forseti (Birgir Ísl. Gunnarson):

Út af þeirri beiðni sem fram hefur komið frá hv. 7. þm. Reykv. um frestun þessarar umr. nú vek ég athygli á því að þetta er eina málið á dagskrá þessa fundar. Það eru allmargir ræðumenn á mælendaskrá sem greinilega treysta sér til þess að halda áfram umræðu um þetta mál. Það er einnig reiknað með að síðar í dag verði flokksfundir og mönnum gefst þá tækifæri til að bera saman bækur sínar. Ég tel því ekki ástæðu til að fresta þessari umr. nú og mun henni verða haldið áfram.