19.12.1983
Neðri deild: 33. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2157 í B-deild Alþingistíðinda. (1865)

Um þingsköp

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hv. 3. þm. Reykv. hefur nú að nokkru leyti svarað því, hvað við í Alþb. höfum m.a. lagt til hér í þá átt að jafna aðstöðumun fólks á landsbyggðinni. En vegna þeirrar svikabrigslyrðabunu sem stóð upp úr hv. þm. Ólafi Þ. Þórðarsyni, ritara deildarinnar — (Gripið fram í: Háttvirtum.) Mjög háttvirtum ritara deildarinnar Ólafi Þ. Þórðarsyni, ef þetta dugar, herra forseti. — þá vil ég biðja þennan ágæta þm. þess, að ef hann ætlar sér að úthrópa svik mín á Norðurl. e. reyni hann að gera það þar, en reyni ekki að draga úr þessum ræðustól alla leið norður yfir fjöll með raddstyrk sínum einum saman, þó aldrei nema mikill sé.