19.12.1983
Neðri deild: 36. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2235 í B-deild Alþingistíðinda. (1914)

166. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Flm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Á þskj. 294 flytur meiri hl. fjh.- og viðskn. þessarar hv. deildar frv. í þremur greinum um tekju- og eignarskatt sem er 166. mál þingsins. Greinar þessar eru samhljóða greinum í því frv. sem er 129. mál þingsins og eru samsvarandi 1., 9. og 10. gr. þess frv. að öðru leyti en því að í 1. gr. er bætt brtt. sem kemur fram á þskj. 239. Hér er um það að ræða að hækka tölur í skattalögunum um það sem nemur skattvísitölu og síðan gildistökugrein.

Herra forseti. Í þeim tímaskorti sem nú er er ástæðulaust að hafa fleiri orð um þetta frv. En ég æski þess að það verði sent til fjh.- og viðskn. Nd. og fái skjóta meðferð þar enda ríður á að skattþegnar landsins fái að vita á hvern veg verður lagt á þá þegar næst verða lagðir á þá skattar.