24.01.1984
Sameinað þing: 37. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2281 í B-deild Alþingistíðinda. (2018)

138. mál, útgáfa sérkennslugagna

Fyrirspyrjandi (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Ég hef leyft mér á þskj. 178 að flytja fsp. til hæstv. menntmrh. um útgáfu sérkennslugagna. Fsp. hljóðar svo, með leyfi forseta:

„1. Hyggst menntmrh. móta stefnu um útgáfu sérkennslugagna í samræmi við álit og tillögur nefndar er menntmrh. skipaði 27. jan. 1982, en nefndin skilaði niðurstöðum til menntmrn. í maí s.l.?

2. Hve miklu fjármagni hefur á s.l. 5 árum verið varið sérstaklega til kennslugagna fyrir nemendur með sérþarfir á grunnskólastigi?

3. Hve margir nemendur, sem njóta sérkennslu eða stuðningskennslu í eða utan almennu grunnskólanna, þurfa á sérkennslugögnum að halda?“

Vænti ég þess að fá greinargóð svör hjá hæstv. menntmrh. við þessum spurningum.