25.01.1984
Efri deild: 44. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2325 í B-deild Alþingistíðinda. (2051)

152. mál, skemmtanaskattur

Kolbrún Jónsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil fagna þessu frv. en mig langar að spyrja hæstv. menntmrh. hvort ekki hafi komið til tals að hækka kannske þetta mark upp í 3 þús. Mér er nú kunnugt um að Húsavík rétt nuddast upp fyrir þessa tölu og ég hugsa að ekki séu minni erfiðleikar þar um rekstur á kvikmyndahúsi en kannske hjá þeim sem hafa 2400. Ég vil endilega koma þessu að en vil taka undir margt sem hér hefur verið sagt og sérstaklega með félagslegar þarfir úti á landsbyggðinni. Auðvitað er erfiðara fyrir minni sveitarfélög að hugsa vel um sín ungmenni, ekki síður á menntunarsviðinu en á fétagslega sviðinu.